Um Roð


Roð er stofnað árið 2012 og er vörumerki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á handgerðum hnöppum, seglum, og skarti, unnið úr fiskiroði. Roðið er innlend hliðarafurð úr matvælaframleiðslu og er sútað og litað á Tálknafirði en framleiðsla okkar vara er á Selfossi.

Fyrirtækið er stofnað og rekið af tveimur konum sem höfðu áður rekið vintage verslun á Selfossi. Vörurnar okkar eru í stöðugri þróun og mörg tækifæri framundan.

Ísskápsseglar koma í fjölbreyttum litum og áferðum og stærðin er 38 mm í þvermál. Seglarnir eru einstaklega falleg tækifærisgjöf. Leggjum við áherslu á gott hráefni, sterka og endingagóða segla og fallega framsetningu vörunnar.

Roðhnappar koma í fjölbreyttum litum og áferðum. Þeir fást í fimm stærðum; 15 mm, 20 mm, 25 mm, 32 mm og 38 mm í þvermáli. Allir hnapparnir eru handgerðir og þar sem þeir eru úr náttúrulegu hráefni eru engir tveir hnappar nákvæmlega eins.

Hárteygjur og skart eru framleidd eftir pöntunum og eru með fjölbreyttu sniði.